Glerárskóli

Valgreinar

← Til baka

Hagnýtar upplýsingar um val nemenda

Skólaárið 2025 – 2026 verður boðið upp á fjölbreytt úrval valgreina og von okkar er sú að allir geti fundið sér áhugaverðar og spennandi greinar. Það er mikilvægt að nemendur ræði hugmyndir sínar við foreldra eða forráðamenn, velji eftir eigin sannfæringu og séu sjálfstæðir í því sem þeir velja.

Hafið í huga að valgreinar eru jafn mikilvægar og aðrar námsgreinar í skólanum. Kröfur um ástundun og árangur eru jafn miklar og í öðrum greinum.

Flestar greinar eru opnar fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk en þó eru nokkrar einungis fyrir 9. og 10. bekk. Vinsamlegast hafið það hugfast þegar þið skoðið hvað er í boði.

Hver grein er kennd tvær kennslustundir á viku. Nemandi velur núna fyrir næsta haust og svo verður valið aftur í byrjun desember fyrir vorönnina. Hver nemandi í 8. – 10. bekk þarf að skila 37 kennslustundum á viku, þar af eru 6-8 kennslustundir af þessum 37 kenndar í valgreinum.

Ekki er víst að hægt verði að verða við öllum óskum nemenda um valgrein. Greinar geta fallið niður vegna lítillar þátttöku eða annarra ófyrirséðra aðstæðna. Einnig getur komið fyrir að fleiri sækja í greinar en hægt er að koma að. Því þurfa nemendur að merkja við sex valgreinar á valblaðinu. Þeir merkja nr. 1 við þá valgrein sem þeir hafa mestan áhuga fyrir, nr. 2 þá sem þá langar næst mest í o.s.frv.

Samvalsgreinar eru þær valgreinar kallaðar sem eru kenndar sameiginlega fyrir nemendur úr öllum skólum bæjarins víðsvegar um bæinn. Gert er ráð fyrir að nemendur nýti sér strætisvagna til að koma sér á milli staða.

Eftir fyrstu 1-2 vikurnar í valgrein getur verið mögulegt að skipta um grein en þó er slíkt alltaf háð aðstæðum í hverju tilviki fyrir sig.

Eftir þann tíma er ekki hægt að skipta milli greina.

Nemendur eiga kost á að fá nám við sérskóla metið sem og ýmiskonar félags- og/eða íþróttaiðkun eða þjálfun:

 

Til staðfestingar þátttöku í metnu vali þarf að skila staðfestingu á ástundun í jan/feb á þar til gerðu eyðublaði.

Athugið að metið val má að hámarki koma í stað 4 kest. á viku. 

Foreldrar bera allan kostnað af tómstundastarfi sem óskað er eftir að fá metið með þessum hætti.

Nemendur og foreldrar bera fulla ábyrgð á iðkun í metnu vali og skilum á staðfestingu til að starfið fáist metið. Ef breyting verður á, eða nemendur hætta að iðka þá tómstund sem metin er ber að tilkynna það strax til skóla til að hægt sé að bæta inn valgrein strax.

 

Valinu fyrir vorönnina 2026 þarf að skila inn í síðasta lagi föstudaginn 12. desember 2025. Ef einhverjar spurningar vakna þá er velkomið að hafa samband við Lilju Friðriksdóttur deildarstjóra (liljaf@glerarskoli.is), sími skólans er 461-2666.

            

Smelltu hér til að velja valgreinar


Félagsmiðstöðvarval

Félagsmiðstöðvarval

Báðar annir
Fiðringur

Fiðringur

Báðar annir
Frístund

Frístund

Báðar annir
Heimilisfræði og bakstur

Heimilisfræði og bakstur

Báðar annir
Íþróttaval

Íþróttaval

Báðar annir
Nemendaráð

Nemendaráð

Báðar annir
Skólablað og útskriftarbók

Skólablað og útskriftarbók

Vor